Jóhann S Kristbergsson
Jóhann Sævar heiti ég og er skipasmiður að mennt . Síðan í apríl árið 2008 hef ég unnið hjá Brunavörnurm Suðurnesja sem eldvarnarfulltrúi. Ég er giftur Jóhönnu sem er skólaliði í Holtaskóla og við eigum fjögur börn en þau eru Árni nemi í H.Í. í sagnfræði, Sævar sveinn í húsasmíði og starfar hjá Húsbyggingu, og býr í egin íbúð í Njarðvík og unnusta hans heitir Sigrún Barklind stuðningsfulltrúi. Harpa tónlistarmaður (básúna) kennari í Tónlistaskólanum, og hún á unnustu sem heitir Thelma Björk nemi í kynjafræðum hjá H.Í. og yngstur er Kristberg grunnsólanemi.