7.2.2008 | 17:52
Myndarlegt veður
Í dag var nú aldeilis veðursveifla. Í morgun lagði ég af stað í vinnu eins og lög gera ráð fyrir og komst við illan leik á áfangastað en er þangað var komið hringdi ég í vinnufélaga sem var að koma úr Hafnarfirði og var hann þá fastur við gamla aðalhliðið á Vallaheiði þannig að ég fór við annan mann að ná í hann en það tókst ekki sem skildi því við vorum allstaðar fastir svo við ákváðum að fara heim þegar við komumst af Vallaheiði. þegar þannig viðrar finnst mér best að vera heima og eins finnst mér ágætt að ná í Kristberg í skólan og hafa hann heima hvað svo sem kerfið segir en ég hef svo sem fengið að vita að það voru menn að vinna í dag á heiðinni. Gaman að vita hvernig menn tækla svona aðstæður og verða ofboðslegir karlar í krapinu þegar þeir eru loksins komnir í vinnu eftir erfiða ferð og mikil læti við að komast þetta. Mér finnst það ekki geta skipt öllu máli þó að maður sitji heima einn dag og láti veðrið ganga yfir.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.