Leita í fréttum mbl.is

Tónleikar ll

Var á alveg frábærum tónleikum á laugrdaginn með hinum síungu Þursum og Caput hópnum í Laugardalshöllinni.  Það er alveg með ólíkindum hvað við eigum mikið af frábærum hljómfæra snillingum og einnig hvað það er í raunini auðvelta að koma sér á framfæri í dag og er það bara frábært því þá fáum við hin að njóta þess að hlusta og gleðast með þessu fólki og þeim gleðiboðskap sem þeir flyta okkur.  Ég stalst til að taka upp þetta myndband en það mátti víst ekki en ég læt það flakka með. Annar er maður orðin ansi þreyttur á þessum snjó og þeim umhleypingum sem fylgja þessum vetri en það þýðir ekkert að kvarta því í vændum er gott sumar eða það ætla ég svo sannarlega að vona. Ekki er nú öll vitleysan eins en eitthvað viðist það trufla serba þótt Börk sé með ákveðnar skoðanir á frelsi allavega þá fær hún og hennar fólk ekki að koma fram í þessu vesalings landi en ég sagði sem svo að þetta væri allt í lagi því þá þyrfti dóttir mín og tengdadóttir ekki að fara til þessa ófriðarslands. Það voru síðan tónleikar í Duushúsum í gær sem ég hefði verið til í að fara á en það er bara ekki hægt að gera allt og það á sömu helginni en það var með þeim sistkynum Óskari, Ómari og Ingibjörg en þar eru á ferð fádæma snillingar. Eitt í viðbót við skemmtanahaldið er að árshátíð Reykjanesbæjar verður haldin 01.mars og virðist sem eindæma dræm þáttaka sé á hátíðina og er það miður en að þessu sinni verður að halda hana í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem búið er að loka Stapanum en við hjónin ætlum og verðum væntanlega í banastuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott myndband...vona að þið getið skemmt ykkur þó fáir verða mættir á hátíðina. þið kunnið það alveg.

við biðjum að heilsa hér frá hong kong, og segjum skítt með serbana!

Harpa (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann S Kristbergsson
Jóhann S Kristbergsson
Jóhann Sævar heiti ég og er skipasmiður að mennt . Síðan í apríl árið 2008 hef ég unnið hjá Brunavörnurm Suðurnesja sem eldvarnarfulltrúi. Ég er giftur Jóhönnu sem er skólaliði í Holtaskóla og við eigum fjögur börn en þau eru Árni nemi í H.Í. í sagnfræði, Sævar sveinn í húsasmíði og starfar hjá Húsbyggingu, og býr í egin íbúð í Njarðvík og unnusta hans heitir Sigrún Barklind stuðningsfulltrúi. Harpa tónlistarmaður (básúna) kennari í Tónlistaskólanum, og hún á unnustu sem heitir Thelma Björk nemi í kynjafræðum hjá H.Í. og yngstur er Kristberg grunnsólanemi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband