7.1.2009 | 12:36
Gamla fólkið út.
Það er með ólíkindum hvernig hægt er að fara með fólk sem komið er á þann stað í lífinu að ríkið er hætt að fá af því tekjur. T.d. fólkið sem var flutt eins og hverjir aðrir nautgripir frá Selinu á Akureyri inn á Kristsnes manni dettur einna helst í hug að því hafi verið mokað upp á bíl og síðan lokað og keyrt af stað. í nútíma þjóðfélagi eru leikskólar byggðir út um allt og í framhaldi af því vöggustofur, síðan taka grunnskólar við og framhaldsskólar og þeir þurfa helst að vera í öllum byggðum en þegar kemur að öldruðum þá er veggur og ekkert hægt að gera þeim til handa. Einhvernvegin finnst mér þessir ráðamenn mega vakna og skoða hvað hægt er að gera en eins og við vitum er meðalaldur íslendinga að hækka. Er ekki komið nóg af þessarri einkavæðingar vittleysu hjá íhaldinu? Væri ekki nær að hlúa að því fólki sem byggt hefur þetta land upp með harðri hendi? Ég er einhverra hluta vegna á þeirri skoðun að þessi ráðherra sem nú fer með heilbrigðismálin er sá allra slakasti sem við höfum fengið yfir okkur, allavegna þá er þetta eina ráðneytið sem fer hamförum í niðurskurði og það er eins og mönnum sé drullu sama um fólk og þá á ég bæði við aldraða og starfsfólk heilbrigðisstofnana. Maður sem sér ekki til sólar fyrir draumum um einkavæðingu(sem hefur hingað til ekki tekist af hálfu íhaldsins því einkavæðingar vinirnir eru horfnir) ætti að sjá sóma sinn í því að hverfa til annarra starfa á tíma sem þessum.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg er ég sammála varðandi gamla fólkið fyrir norðan. Þessi vinnubrögð eru "rússnesk" að mínu mati, þjónustustigið fært mörg ár aftur í tímann. Engin hugsun á bak við þetta.
Nú er bara sjá hvað ráðherrann segir í dag á blaðamannafundinum; niðurskurður, þjónustuskerðing......
Sigrún Óskars, 7.1.2009 kl. 13:14
Þetta er mannréttindabrot hvernig farið var með gamla fólkið skelfilegt. Ég hélt í einfeldni minni að Sif Friðleifsdóttir væri versti heilbrigðisráðherra síðuastu ára, en nú er hann Guðlaugu Þór einkavæðingarsinni nr. 1 búinn að slá henni við með því að hækka alla sjúkrahúsþjónustu til mikilla muna og uppfinning hans á 6000 kr. komugjaldi í fyrsta sinn á Íslandi er sorglegur minnisvarði um Guðlaug. Ekki má svo gleyma að öll lyf hafa snarhækkað eftir að Guðlaugur kom í ráðuneytið, þetta er held ég versti óvinur almennings í dag.
Skarfurinn, 7.1.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.