11.1.2009 | 17:35
Vangaveltur um framvindu mála.
Var að lesa góðan pistil í gær í Mogganum eftir Guðríði Lilju um skilgreiningu á skemmdarverkum og hagræðingu og er þetta hin skemmtilegasta lesning. Svo las ég á VF.is góða grein eftir Skúla Toroddssen um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hvernig menn virðast ætla að nota hana sem leikfang í einkavæðingar ferli sínu. Ég hélt nú að menn væru búnir að sjá hvernig þessi ferli fara en þega menn sem stýra þessum málaflokkum eru fastir í einkavinavæðingu þá er ekki við góðu að búast. Þetta með St.Jóseps er nú heldur betur meira ruglið, hvernig er hægt að framkvæma breytingar án þess að ræða við meðeigendur sína? Þetta og eins hvernig er hægt að skella svona breytingum fram og ekki ræða við landlæknisembætið er alveg fyrir neðan allar hellur. Er kannski komin tíma til að breyta um starfsfólk í ráðneytinu, er það t.d. gott að hafa sama ráðneytisstjóra sama hver stjórnar ráðneytinu? Kann það góðri lukku að stýra að hafa menn sem eru í einkarekstri samhliða ráðherravinnu í þessu?
Annað, hvernig er þetta að verða á Íslandi í dag er ekki hægt að treysta neinum til að fara með fjármál okkar? Er það virkilega þannig farið að við verðum að fara að fá útlendinga til að yfirfara þessi mál? Er Baugur búin að kaupa alla til sín sem fara með stjórn þessara mála? Það eru svo margar spurningar sem brenna á manni þessa daga að það er við það að vera mannskemmandi t.d. þessi uppljóstrun hans Eiríks Tómassonar um reikninga forráðamanna bankana. Á virkilega ekki að taka þessa menn og kæra þá fyrir að rústa þjóðinni og frysta þeirra eigur á meðan? Ég er að verða hálf dapur yfir þessu öllu.
Ekki hafði ég áhuga að lesa viðtalið við Gunnar Pál í dag í Mogganum mér þótti nóg að sjá myndina því þar sat hann eins og lítið saklaust barn sem er við það að fara að gráta og allir eiga að vorkenna honum.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.