Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 20:57
Pælingar
- Nú hefur fjölskyldan ákveðið að bregða undir sig betri bomsunum og skella sér í sólina á Albir í upphafi sumars. Það ætti að vera spennandi og er það og ekki hvað síst að nú förum við bara þrjú en restin er á víð og dreif á þessum tíma þannig að hver verður að sjá um sig sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 15:07
Ódýr trygging.
Alveg er það nú með ólíkindum að ekki skuli vera meira um að fólk fjárfesti í eins ódýrum búnaði og reykskynjari og slökkvitæki eru. Reykjskynjari er sennilegast ódýrasta líftrygging sem völ er á og þó að settir væru skynjarar í öll herbergi þá er það ekki mikill kosnaður sér í lagi ef miðað er við annað sem fjárfest er í. Þó ég sé ekki höfuðborgarbúi þá líst mér vel á að starfsstöðvum slökkviliðsins verði fjölgað og að aðbúnaður og launamál starfsmanna verði sem bestur á hverjum tíma.
Slökkvistöðvum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 20:25
Bætur fyrir fúasprek
Hvernig dettur fólki það í hug að ætlast til að greitt verði fyrir þessi hús af almannafé þegar það er af skornum skammti fyrir. Þetta eru nú með þeim ljótustu húsum í götunni og það myndi sennilega bæta götumyndina mikið ef það kæmi fallegri hús þarna. Annars spyr ég hvar var þetta lið sem berst hvað harðast við að varðveita þessi kofaskrífli þegar stór hluti sögurnar var fargað en þar á ég við þegar bátaflotanum var fargað í grið og erg á brennum landsmanna, ég veit ekki betur en það þögðu allir þessi þunnu hljóði þá. En nú virðast alli vera að hugsa um hvað krakkarnir í framtíðinni koma til með að hugsa, verða þau ekki bara á kaffihúsum og velta vöngum um hvað er að gerast í 101? Hættum að sóa peningum og tíma í þetta bull og hugsum um bætta götumynd í framtíðinni og verferð allra sem minna mega sín.
Einkennileg staða varðandi Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur