Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 19:50
Takk kærlega.
Kristinn Þór Geirsson nýr forstjóri B&L | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 19:48
Tónleikar ll
Var á alveg frábærum tónleikum á laugrdaginn með hinum síungu Þursum og Caput hópnum í Laugardalshöllinni. Það er alveg með ólíkindum hvað við eigum mikið af frábærum hljómfæra snillingum og einnig hvað það er í raunini auðvelta að koma sér á framfæri í dag og er það bara frábært því þá fáum við hin að njóta þess að hlusta og gleðast með þessu fólki og þeim gleðiboðskap sem þeir flyta okkur. Ég stalst til að taka upp þetta myndband en það mátti víst ekki en ég læt það flakka með. Annar er maður orðin ansi þreyttur á þessum snjó og þeim umhleypingum sem fylgja þessum vetri en það þýðir ekkert að kvarta því í vændum er gott sumar eða það ætla ég svo sannarlega að vona. Ekki er nú öll vitleysan eins en eitthvað viðist það trufla serba þótt Börk sé með ákveðnar skoðanir á frelsi allavega þá fær hún og hennar fólk ekki að koma fram í þessu vesalings landi en ég sagði sem svo að þetta væri allt í lagi því þá þyrfti dóttir mín og tengdadóttir ekki að fara til þessa ófriðarslands. Það voru síðan tónleikar í Duushúsum í gær sem ég hefði verið til í að fara á en það er bara ekki hægt að gera allt og það á sömu helginni en það var með þeim sistkynum Óskari, Ómari og Ingibjörg en þar eru á ferð fádæma snillingar. Eitt í viðbót við skemmtanahaldið er að árshátíð Reykjanesbæjar verður haldin 01.mars og virðist sem eindæma dræm þáttaka sé á hátíðina og er það miður en að þessu sinni verður að halda hana í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem búið er að loka Stapanum en við hjónin ætlum og verðum væntanlega í banastuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 22:21
Tónleikar
fórum á tónleika í dag á vegum Sísl í íþróttahúsinu við Sunnubraut en þarna voru á þriðja hundruð tónlistamenn að spila undirstjórn bandarískra stjórnenda og var þetta hin besta skemmtun. Athyglisverðast var þó trommusveitin sem spilaði þarna en hana skipuðu 29 trommara og hljómsveit sem spiluðu einskonar massering lag eða þannig að bandarískum sið. Myndband af spilinu fylgir hér með það er að segja ef ég hef náð tökum á tæknini..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 17:52
Myndarlegt veður
Í dag var nú aldeilis veðursveifla. Í morgun lagði ég af stað í vinnu eins og lög gera ráð fyrir og komst við illan leik á áfangastað en er þangað var komið hringdi ég í vinnufélaga sem var að koma úr Hafnarfirði og var hann þá fastur við gamla aðalhliðið á Vallaheiði þannig að ég fór við annan mann að ná í hann en það tókst ekki sem skildi því við vorum allstaðar fastir svo við ákváðum að fara heim þegar við komumst af Vallaheiði. þegar þannig viðrar finnst mér best að vera heima og eins finnst mér ágætt að ná í Kristberg í skólan og hafa hann heima hvað svo sem kerfið segir en ég hef svo sem fengið að vita að það voru menn að vinna í dag á heiðinni. Gaman að vita hvernig menn tækla svona aðstæður og verða ofboðslegir karlar í krapinu þegar þeir eru loksins komnir í vinnu eftir erfiða ferð og mikil læti við að komast þetta. Mér finnst það ekki geta skipt öllu máli þó að maður sitji heima einn dag og láti veðrið ganga yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar