9.1.2009 | 14:26
Er þetta eina lausnin?
Er það virkilega eina lausnin í þessum þrengingum að taka fé úr heilbrigðisgeiranum? Þetta er sá málaflokkur sem er hvað viðkvæmastur gagnvart breytingum og er ég þá kannski ekki endilega að tala um starfsfólk heldur meira um skjólstæðinga þessarra stofnana. Ekki dregur þetta úr biðlistum um aðgerðir á skurðstofum t.d. nema kannski þetta verði eingöngu fyrir þá sem geta greitt nóg fyrir þessa þjónustu og að láglaunafólkið verði bara að éta það sem úti frýs. Og enn og aftur vil ég minnast á gamla fólkið sem ekkert hefur gert af sér til að verðskulda þessa illu meðferð.
Ógnar ekki öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dettur þér í hug, Jóhann, að þetta sé eina lausnin? Hversu firrtur getur þú verið?
Það er allsstaðar verið að spara, með niðurskurði, hagræðingu o.sv.fr. Heilbrigðisþjónustan er mikil peningahít og löngu kominn tími til að hagræða þar. Vandamálið er bara að ef það er reynt þá rísa upp einhverjar hagsmunaklíkur, sem spila á tilfinningasemi og fávizku og fá stóran hluta almennings í lið með sér.
Við búum við frábært heilbriðiskerfi, en aðstæður hafa breyzt mikið síðan það var þróað og löngu kominn tími til að laga það að breyttum og betri aðstæðum.
Það er ekkert að því að einkavæða eitthvað af heilbrigðisþjónustunni meðan að hér er öflugt og opinbert sjúkratryggingarkerfi.
Það er heldur ekkert að því að sameina sjúkrastofnanir. Hvaða vit er í því að vera með fullkomna skurðstofu á Suðurnesjum sem ekki nýtt nema að litlu leyti? Hvað er að því að nýta hana betur og fækka frekar aðgerðum þar sem álag er meira og tækjakostur eldri?
Það er ekkert annað en hræðsluáróður að heilbrigðiskerfi sem sé að einhverju leyti einkavætt sé eingöngu fyrir "ríka" fólkið.
Sjálfur hef ég notað einkarekna heilbrigðisþjónustu í áratugi... heimilislækninn minn. Ég tel mig ekki fá síðri þjónustu hjá honum heldur en í heilsugæzlunni í mínu heimahverfi og ég greiði honum heldur ekkert meira en þeir sem leita til heilsugæzlunnar.
Heldur þú að það sé ekki sparnaður í því að hið opinbera greiði læknum fyrir hvert unnið verk og þeir reki sínar stofur sjálfir heldur en að hafa þá á launaskrá auk þess að halda úti fullbúinni aðstöðu?
Emil Örn Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 15:54
Það getur vel verið að ég sé firrtur en eftir stendur að það sést ekkert hvað aðrir eru að gera og þessi aðferðarfræði spendýrsins er ekki nokkrum sæmandi. Það kann vel að vera að það megi taka til hendinni í stjórnenda þættinum en væri þá ekki viturlegt að gera það með samstarfi en ekki tilskipunum frá fólki sem virðist ekki vera í takt við raunveruleikan. Og við skulum ekki gleyma því fólki sem þarf á bæði andlegum og líkamlegum stuðningi og hjálp að halda og þá á ég við skjólstæðingum þessarra stofnana. Það hefur ekki beðið um þessa málsmeðferð og alls ekki að því sé hent eins og skinlausum skepnum á milli héraði. Margir eru þannig í sveit settir að aukin kosnaður er ekki það sem hjálpar og ég er alveg viss um að þessar þrengingar stytta ekki biðlista. Og gamla fólkið á ekki skilið þessi meðferð eftir að hafa unnið og stritað frá barnsaldri og komið í gott skjól þá er það fært á milli hreppa eins og búpeningur. Er það þetta sem bíður okkar að fá ekki að njóta þess að vera lifandi eldriborgari því spendýrin vilja sitt?
Jóhann S Kristbergsson, 9.1.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.